Wednesday, April 9, 2008

Ekki nóg

Ég var í fallegum silkitopp og nærbuxum. Ég kraup á rúminu, hjúfraði mig að honum og ég er viss um að hann skynjaði hvernig mér leið þótt hann kynni ekki alveg að bregðast við því. Rassskelltu mig, hvíslaði ég og hann brosti, faðmaði mig, kyssti mig blíðlega og sló létt á rassinn á mér utan yfir nærbuxurnar. Hann sló mig á afturendann nokkrum sinnum mjög varlega, lagði mig svo á grúfu á rúmið, dró buxurnar af mér og byrjaði að rassskella mig ofur laust og ástúðlega, greinilega hræddur um að meiða mig. Það var gott. Mér fannst ég elskuð.

Hann tyftaði mig laust og hikandi, kyssti mig með vörunum á vangann, á hálsinn og á rassinn, setti aðra höndina milli fóta minna og örvaði pjölluna á mér með fingrum og lófa á meðan hann klappaði laust á rassinn á mér. Það var notalegt, ég stundi af ánægju en ég fann að hann var að búast til að serða mig og mig langaði meira í flengingu en samfarir, ég þurfti meira.

Ég reis upp og hann hélt að ég vildi fá typpið hans inn í mig. Ég vissi að ég þyrfti að stjórna þessu sjálf svo ég bað hann að setjast á rúmstokkinn. Svo lagðist ég yfir kné hans með bossann beint upp í loftið. Fann liminn á honum beinstífan við lærkrikann og bað hann að flengja mig fast.

Hann flengdi mig ekki fast. Pínulítið fastar en áður en bara rétt nógu ákveðið til að æsa mig upp. Um leið og ég örvaðist að ráði, henti ég honum á rúmið og tók hann. Það var ekki það sem hafði haft í huga. Ég vildi smávegis átök en ég vildi ekki hafa yfirhöndina. Ég hefði þurft að finna fyrir myndugleika hans. Hann hefði átt að halda mér fastri með annarri hendi og flengja mig kröftuglega með hinni, þar til ég kveinkaði mér, og taka mig þá. Strjúka auman botninn á mér og kyssa mig. Smjúga inn í mig. Elska mig af krafti og ástríðu. Þetta var öfugt. Það var ég sem var sterk og áköf. Ég var að taka hann og fann ekki til neinnar auðmýktar, ekki einu sinni fyrir smá sviða í lendunum. Ég leiðrétti það sjálf, lagðist niður og dró hann ofan á mig. Hann reið mér kröftuglega. Það var gott, ég verð alltaf dálítið ljúfari þegar hann ríður mér og ég fékk fullnægingu en ég þarf meira. Meiri hörku.

Ég veit að honum fannst þetta skrítið. Að hann er hræddur um að niðurlægja mig eða meiða mig og að hann er ekki ennþá tilbúinn til að taka af skarið. En þetta var samt vendipunktur í sambandi okkar og ég held að það geri honum gott að vita að hann getur flengt mig. Ég reyni stundum að fá hann til að tala um hluti sem hann vill ekki ræða og ég veit að honum finnst það bæði óþægilegt og kannski finnur hann líka til minnimáttarkenndar yfir því að eiga svona erfitt með að tjá sig og ef hann getur flengt mig þegar ég leggst sjálf yfir kné hans og bið um það, hlýtur hann líka að geta tekið stjórnina og stoppað mig þegar ég segi eða geri eitthvað sem honum mislíkar.

Ég verð að læra að biðja um það sem ég þarf og að láta hann skilja hvenær ég þarf það án þess að ég tyggi það í hann. Hann þarf að læra að leysa niður um mig og gefa mér almennilegan skell, ekki bara þegar ég krefst þess heldur þegar ég þarf á því að halda. Ég vil erótískan smell á bossann af og til en ég vil líka alvöru refsingu þegar ég er leiðinleg. Ég er sterkari í rökræðum en hann. Ég get alltaf yfirbugað hann með orðum, jafnvel þegar ég er farin að bulla og það skaðar virðingu mína fyrir honum að vinna alltaf. Við þurfum bæði á því að halda að hann sé fær um að hafa undirtökin af og til. Þegar hann verður pirraður á mér og getur ekki sagt það sem honum býr í brjósti nema með því að nota særandi orð, vil ég frekar að hann sýni mér reiði sína með því að girða niður um mig, leggja mig yfir hnéð á sér. Ég vil að hann flengi mig til auðmýktar og fyrirgefi mér svo í stað þess að skríða inn í skel og verða þegjandalegur og fjarrænn.

Tuesday, April 8, 2008

Þrá

Drottinn minn dýri hvað ég þrái það heitt að vera rassskellt.

Ég reyni að gefa það til kynna en þú nærð því ekki og sumt er bara þess eðlis að það virkar ekki á sama hátt ef maður þarf að biðja um það. Maður á ekki að þurfa að biðja um hrós, blóm eða flengingu.

Ég hef aldrei verið flengd. Hef reynt að fá þig til þess nokkrum sinnum en þú hefur tekið því sem erótískum forleik, klappað laust á rassinn á mér, 4-5 sinnum og tekið mig svo. Það er ekki flenging. Ég þarf meira. Þarf á því að halda að vera rassskellt, nógu harkalega til að koma mér í geðshræringu. Það er ekki sársaukinn sem ég vil, heldur sálræni hlutinn; ég þarfnast þess að þú flengir mig, fast og lengi og huggir mig svo á eftir. Mig langar það ekki bara, ég þarfnast þess. Sárlega. Ég veit ekki almennilega hversvegna. Að einhverju leyti af því að tilhugsunin æsir mig kynferðislega og tilfinningalega. Kannski af því flenging er táknræn fyrir vald og undirgefni. Kannski líður mér svona af því að ég veit ekkert hvað þú ert aðhugsa og mér finnst ég stundum ekki hafa stjórn á neinu og það yrði eins og staðfesting á því að ég þurfi ekki að hugsa um það. Að allt verði í lagi. Að ég geti látið þig um allt sem ég ræð ekki við sjálf. Eins og t.d. þínar eigin hugsanir. Að þú sért ekki að fara frá mér. Að ég geti treyst þér fullkomlega. Það hljómar fáránlega. Hversvegna ætti maður sem flengir konuna sína að vera ólíklegri til að fara frá henni? Hversvegna ætti ég að treysta þeim sem gerir eitthvað jafn niðurlægjandi? Ég veit það ekki. Kannski er það bara rugl.

Ég þrái það svo heitt. Vil að þú takir þétt utan um mig, dragir buxurnar niður um mig og leggir mig yfir kjöltu þína. Langar að liggja á hnjánum á þér, með beran bossann, auðmjúk, og bíða eftir flengingu. Heyra skellinn næstum áður en ég finn fyrir honum. Finna lófa þinn smella á rassinum á mér, ákveðið en ástúðlega, aftur og aftur, þar til ég fell saman.

Svo þarf ég kannski bara að prófa þetta einu sinni til að komast að því að þetta sé ekkert fyrir mig. Ég veit það ekki. Ekki nema reyna það.

Ég vil ekki þurfa að biðja þig um að segja mér að þú elskir mig. Ég vil að þú finnir það hjá þér sjálfur. En stundum þarf ég samt að biðja þig um það og ég veit að það er ekkert minna satt fyrir það. Ég vil ekki heldur þurfa að biðja um flengingu en í kvöld ætla ég samt að gera það. Ég ætla að leggjast í fangið á þér og hvísla að þér; ég þarf flengingu, í alvöru. Viltu girða niður um mig, leggja mig yfir hnéð á þér og rassskella mig eins fast og þú þorir.