Tuesday, April 8, 2008

Þrá

Drottinn minn dýri hvað ég þrái það heitt að vera rassskellt.

Ég reyni að gefa það til kynna en þú nærð því ekki og sumt er bara þess eðlis að það virkar ekki á sama hátt ef maður þarf að biðja um það. Maður á ekki að þurfa að biðja um hrós, blóm eða flengingu.

Ég hef aldrei verið flengd. Hef reynt að fá þig til þess nokkrum sinnum en þú hefur tekið því sem erótískum forleik, klappað laust á rassinn á mér, 4-5 sinnum og tekið mig svo. Það er ekki flenging. Ég þarf meira. Þarf á því að halda að vera rassskellt, nógu harkalega til að koma mér í geðshræringu. Það er ekki sársaukinn sem ég vil, heldur sálræni hlutinn; ég þarfnast þess að þú flengir mig, fast og lengi og huggir mig svo á eftir. Mig langar það ekki bara, ég þarfnast þess. Sárlega. Ég veit ekki almennilega hversvegna. Að einhverju leyti af því að tilhugsunin æsir mig kynferðislega og tilfinningalega. Kannski af því flenging er táknræn fyrir vald og undirgefni. Kannski líður mér svona af því að ég veit ekkert hvað þú ert aðhugsa og mér finnst ég stundum ekki hafa stjórn á neinu og það yrði eins og staðfesting á því að ég þurfi ekki að hugsa um það. Að allt verði í lagi. Að ég geti látið þig um allt sem ég ræð ekki við sjálf. Eins og t.d. þínar eigin hugsanir. Að þú sért ekki að fara frá mér. Að ég geti treyst þér fullkomlega. Það hljómar fáránlega. Hversvegna ætti maður sem flengir konuna sína að vera ólíklegri til að fara frá henni? Hversvegna ætti ég að treysta þeim sem gerir eitthvað jafn niðurlægjandi? Ég veit það ekki. Kannski er það bara rugl.

Ég þrái það svo heitt. Vil að þú takir þétt utan um mig, dragir buxurnar niður um mig og leggir mig yfir kjöltu þína. Langar að liggja á hnjánum á þér, með beran bossann, auðmjúk, og bíða eftir flengingu. Heyra skellinn næstum áður en ég finn fyrir honum. Finna lófa þinn smella á rassinum á mér, ákveðið en ástúðlega, aftur og aftur, þar til ég fell saman.

Svo þarf ég kannski bara að prófa þetta einu sinni til að komast að því að þetta sé ekkert fyrir mig. Ég veit það ekki. Ekki nema reyna það.

Ég vil ekki þurfa að biðja þig um að segja mér að þú elskir mig. Ég vil að þú finnir það hjá þér sjálfur. En stundum þarf ég samt að biðja þig um það og ég veit að það er ekkert minna satt fyrir það. Ég vil ekki heldur þurfa að biðja um flengingu en í kvöld ætla ég samt að gera það. Ég ætla að leggjast í fangið á þér og hvísla að þér; ég þarf flengingu, í alvöru. Viltu girða niður um mig, leggja mig yfir hnéð á þér og rassskella mig eins fast og þú þorir.

No comments: